Færsluflokkur: Bloggar
29.9.2009 | 12:08
Sjónarhorn á styrk sjálfstæðis þjóðar
Eigum við nú ekki að snúa okkur meira að því... og beina fyrst og fremst kastljósinu að því, sem við höfum í stöðunni í dag og ennþá sem SJÁLFSTÆÐ ÞJÓÐ með eigin gjaldmiðil ... og leysa á þeim forsendum yfirþyrmandi og vandamál heimilanna.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er eðlilega "drifinn" áfram af öflugum aðildarþjóðum hans og aðgerðir hans háðar með einum eða öðrum hætti "vilja" þeirra ... þeirra á meðal Breta og Hollendinga ... auk annarra ESB aðildarríkja. Þetta höfum við allt séð svart á hvítu á síðustu mánuðum ... og meira að segja augljóst í dag, að Norðurlönd standa ekki einu sinni nær okkur á "ögurstund" en svo skýrt hefur fram hefur komið undanfarna mánuði og aðhafast ekkert okkur til handa óháð Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Það þýðir ekkert að nálgast "alþjóðasamninga" á þeim forsendum að einhver eigi að vorkenna einhverjum ... eða hvað þá að þolinmæði "þjóðar" sé á þrotum.
Það er ekki góð yfirlýsing!
Í raun er þetta mjög slæm yfirlýsing þegar löngu er auðvitað orðið ljóst að "samúð" annarra þjóða gagnvart vandamálum sem við höfum komið okkur í sjálf (og sumum af þeirra löndum einnig) takmarkast nánast við Færeyinga.
Við Íslendingar eigum að láta Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eiga sig (í biðstöðunni) og snúa okkur að "okkar eigin og innanlandsmálum" sjálfstæðrar þjóðar. Einn góðan veðurdag lætur hann frá sér heyra varðandi framlagðar óskir okkar. Samskonar skilaboð þurfum við að láta umheiminn átta sig á núna í dag ... og hátt og skýrt!
Hættum að senda röng skilaboð til væntanlegra og framtíðar viðsemjenda okkar á alþjóðavettvangi. Gefum engum tækifæri á að "kúga" okkur í samningum ... vegna rangra hugmynda þeirra um að við séum upp á þá/þau komin.
Við eigum miklar auðlindir og þess vegna sterkt samningsbakland ... en það þarf sterka aðila í framlínuna!
Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2009 | 11:26
Brandari! ASÍ = Almennt meðal heimili.
Þegar "ASÍ" tjáir sig annars vegar ... og þannig reynt að gefa í skyn af "fjölmiðla- og markaðsfærslu" hins opinbera, að þarna tali almenningur og þannig "hið venjulega meðal heimili" og svo tjáir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sig hins vegar um hvað sé til ráða innan hins þrönga ramma og til lausnar núverandi og vaxandi alvarlegum vanda venjulegs heimilis sem hefur hafið lífróður til þess að standa í skilum og núþegar étið upp skynsamlegan hóflegan langtíma sparnað sinn, þá get ég ekki upplifað né skilið slíka framsetningu eða tilraun til skilaboða út í þjóðfélagið öðruvísi en sem leiðandi og hreinan brandara!
Það mætti í raun alveg eins kalla þetta "móðgun" við heilbrigða skynsemi eða meðalgreind.
Í ljósi undanfarinna mánaða/ára, yfirlýsinga og opinberra samskipta beggja ofangreindra aðila í fjölmiðlum er flestum landsmönnum líklega löngu löngu ljóst að óvíst er hver kemur á undan eggið eða hænan!
Við þurfum almennar aðgerðir NÚNA til þess að "fjöldinn" -> meðal heimilið í landinu sem stendur undir efnahagskerfinu, eigi eitthvað eftir í buddunni um mánaðarmót (eftir að hafa greitt af lánum) til þess að "eyða" og byggja þannig smátt og smátt aftur upp INNLENDA eftirspurn á Íslandi og þannig HVETJA "einhvern" til þess að verða við eftirspurninni. Það þýðir auðvitað innspýting og ögrun fyrir atvinnulífið að gera eitthvað í málinu og svara eftirspurninni á markaðnum -> styrking starfa og ný störf!
Horfumst í augu við raunveruleikann ... heimilin geta ekki tekið allt og endalaust á sig. Nú komið að almennum nauðasamningum þeirra og yfir línuna (en með hámarki niðurfellinga skulda) ... eins og alþekkt er í tilfellum fyrirtækja í vanda sem EIGA AÐ HALDA LÍFI.
Heimili í jaðarvanda og með mikla neikvæða eignastöðu verður að hjálpa strax en augljóslega sértækt!
Mæta vanda 10.000 fjölskyldna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2009 | 15:47
Alþingi og ímynd Íslands.
Myndbandið af viðkomandi þingmanni í ræðustól Alþingis segir ákveðna sögu og dæmi hver fyrir sig.
Umhugsunarefni er hvort ímynd Íslands og enn og aftur - ÁBYRGÐ ÞINGHEIMS, þoli frekari "uppákomur" í ábyrgðarléttum stíl ... þó auðvitað hagi þingmenn sér á þeirra eigin ábyrgð ... væntanlega eins og þeir hafa vit og dómgreind til.
Orðspor landsins hefur orðið fyrir miklum hnekki eins og öllum er kunnugt. Ég tel okkur ekki hafa efni á meiri "kjánaskap" í neinum skilningi!
Fékk sér léttvín með mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2009 | 11:43
Máttur grunneðlisins - framkoma og heiðarleiki.
Hreiðar Már Sigurðsson, þessi mér annars algerlega ókunni ... og nú eðlilega mjög svo umdeildi maður, fannst mér standa sig vel í Kastljósi Sigmars ... jafnvel mjög vel. Hann kom mér sannast sagna á óvart!
Í ljósi þungans sem á "umhverfi" þessa manns hvílir, margþættra núverandi rannsókna á "Íslands-hruninu" og þeirrar ábyrgðar sem klárlega fólst starfi hans og í augum almennings endurspeglast m.a. í þeim launum sem maðurinn þáði fyrir störf sín, þá virtist hann mér standa af heiðarleika að baki þeim svörum sem hann gaf og kom sér hvergi undan að svara.
Hvað sem satt eða ósatt er/reynist um þennan mann og tengist fyrrum störfum hans, þá er hráefnið í honum örugglega gott og grunneðlið "heiðarleiki." Þannig kom hann a.m.k. mér fyrir sjónir.
Hann hefur eitthvað tapað sér í ... þið munið: flugeldasýningu ungu hvítflibba-kandídatana sem allir vildu á stjörnuhiminninn ... gleymt jarðtengingunni við landið okkar og menninguna sína, en hann mun þroskast og átta sig á því ... sem og við öll og betri tíð ganga í garð - örugglega :)
Annarra að biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2009 | 15:54
Eru yfirföld á Íslandi ekki með réttu ráði?
Eva Joly er örugglega ein allra allra tryggasta VON ÞJÓÐARINNAR (almennings) um að á ÖLLUM málum er leiddu beint til "Hruns Íslands" verði tekið af festu ... öllu velt við og dregið upp á yfirborðið og þar með allir (öll nöfn) er komu við sögu teknir fyrir ... og með þeim nayðsynlegu (jafnvel ef með þarf og í daglegu tali) harkalegu aðferðum sem til þarf til þess að takast megi að UPPLÝSA AÐ FULLU hvað gerðist og hver (hverjir) bera þar vítaverða ábyrgð.
Íslendingar vilja ekki vera álitnir fjárglæframenn og eða svikarar í einhverjum skilningi um ókomin ár, sem enginn mun lengur treysta.
Orðstýr landsins hangir hér á blá-þræði ágætu landsmenn og ef við hrekjum Evu Joly nú burt - heimsþekkan einstakling fyrir áratuga störf sín við rannsóknir og afhjúpun fjármála- og viðskiptaspillingar um allan heim.
Ef það gerist er okkur ekki viðbjargandi!
Sú frétt - ef það verður niðurstaðan, að við viljum ekki fara að ráðum Evu Joly og nú kveður þar með Ísland ... verður MEIRI HEIMSFRÉTT en hrun okkar smáu þjóðar og þarf nú töluvert til skyldi maður halda. Fréttin myndi fara marga hringi í kringum hnöttinn og örugglega "sanna" endanlega í huga heimsbyggðarinnar hversu rotið kerfið og spilltur kúltúrinn er á Íslandi.
Við eigum að fara 100% að ráðum Evu Joly og veita henni þá aðstöðu hér á landi og útvega henni það samstarfsfólk sem hún ráðleggur okkur að við þurfum ... sérstaklega erlenda auðvitað og 100% hlutlæga gagnvart öllum Íslendingum!
Eva Joly íhugar að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2009 | 15:06
Orkuauðæfi þjóðar
Sem betur fer tókst einkaaðilum ekki á sínum tíma "að sölsa undir sig" þessum mikla og verðmæta auði þjóðarinnar ... né heldur eyrnarmerkja sér sértækt með einkaleyfum þá kunnáttu sem þjóðin hefur byggt upp á þessum vettvangi í áraraðir.
Það var ekki VG fulltrúunum að þakka sem "sátu hjá" við atkvæðagreiðslu um málið eins og fram hefur komið í fréttum og settu sig þannig EKKI á móti gjörningnum sem átti að framkvæma.
Dapurleg er (mér persónulega a.m.k.) vitneskjan um það að Samfylkingin (eða forystumenn hennar s.s. Össur eða Dagur B.) hygðust greiða götur þessa þessa máls á sínum tíma. Maður spyr sig í framhaldinu hvernig "menn" taka ákvörðun um að taka ákvarðanir yfirleitt. Slæmt mál og að mínum dómi lýti á Samfylkingunni - flokknun sem ég styð flokksbundið og verð ég að fara að skoða það betur ... enda líkar mér ekki heldur mikill fjárstuðningur (umfram meðalhóf sem ég tel 3-500 þúsund) per fyrirtæki) einstakra fyrirtækja til Samfylkingarinnar eins og fram hefur komið í fréttum. Þessu verður að breyta STRAX og allt upp á borðið eins og hjá VG sem í þessu eru vissulega til fyrirmyndar.
Ekki eru í raun betri síendurteknar og að virðast algerlega ENDALAUSAR yfirlýsingar þingmanna og/eða kunnugra einstaklinga í pólitík ... að maður tali nú ekki um sitjandi ráðamanna, sem bæði sátu fyrir og eftir "hrun" ... að ekki hefði verið hægt að sjá þetta eða þetta í spilunum fyrirfram, þegar fjallað er um hin ýmsu mál sem umdeild eru eða miður hafa farið. Hvar skyldu virðingarmörkin þeirra fyrir virðingu fyrir sjálfum sér vera í þeirra tilvikum?
Mikið þreytir það mann að upplifa endalaus undanhlaup ábyrgðar á öllum sviðum.
Vonandi heldur ekki nokkur maður að það sé Sjálfstæðirflokknum að þakka að EKKI tókst með "dansæfingunum" hjá REI, GGE og Orkuveitu Reykjavíkur ... og/eða Suðurnesja, að koma í veg fyrir fyrirhugaða útrás ... þó einhverjir þeirra reyni að láta það líta þannig út í dag gagnvart kjósendum.
Íslendingar eru ekki fæddir í gær!
Orkuútrásin og Fl Group | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2009 | 17:16
Var Edda Rós bara stikk-frí?
Það er eiginlega með ólíkindum með þennan hagfræðing og fyrrum forstöðmann greiningardeildar Landsbankans gamla ... eins og hún hafi bara ekkert með fortíðina að gera .... bara stikk-frí og síðan allt í einu dúkkað aftur upp á nýja skuldsetta landið okkar og hyggst nú leiðbeina fólki hvernig því beri að haga sér til þess að það komast út úr ógöngunum.
Maður er eiginlega orðlaus!
Nú er henni stillt upp (eða stillir sér sjálf upp nema hvort tveggja sé) í fjölmiðlum og oftlega við hlið núverandi forseta og framkvæmdastjóra ASÍ og virðist manni þetta annars eflaust ágæta fólk jafnvel orðið að efnahags-tvíeykisráðgjöfum Samfylkingarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og væntanlegur formaður flokksins míns virðist a.m.k. horfa mjög til hugmynda þessa tvíeykis um hvað sé rétt og/eða ekki skynsamlegt varðandi ráðstafanir og almennt umgjörð og aðgerðir er tengjast kunna lausnum á vanda heimilanna.
Kanski er það einmitt skýringin hvers vegna Jóhanna (og Samfylkingin) er ekki að ná til heimilanna!
Sjálfum finnst mér valkostur forsætirráðherra og væntanlegs formanns Samfylkingarinnar alls ekki góður og ætti hún að "opna" fyrir fleiri hugmyndum og djarfari ... annarra flokka eins og hugmynda Lilju í VG, Tryggva H. og/eða Framsóknarflokks og sýna vilja í að ná breiðri lendingu og pólitískri sátt.
Verðtryggingarþráhyggjan er auðvitað vatn á millu fjármagnseigenda sem geta ÁN eðlilegrar áhættu lánað - öfgaaðgerð sem komið var á með lögum 1978-79 til þess að leiðrétta/stýra með öfgaaðgerð á annan veginn fjármagni aftur inn í lífeyrissjóðina og Íbúðalánasjóð, sem höfðu verið þurr ausnir og það tókst. Fyrir einkabankahrunið voru báðir sjóðirnir lögu orðnir digrir og löngu rétt að afnema með lögum gömlu verðtryggingarlögin strax og jafnvægi á milli verðbólgu og atvinnustigs var náð (sem var fyrir nokkrum árum síðan).
Ef ekki á að ríða heimilunum að fullu verður að afnema verðtrygginguna og banna jafnframt notkun útfærslu hennar í lánaviðskiptum með lögum. Upptaka nýs gjaldmiðils er annað mál en vissulega félli upptaka sterks gjaldmiðils vel að íslenskum veruleika, eftir að "jöfnunaröldur" afnáms verðtryggingarkerfisins hafðu náð að jafnast yfir efnahagskerfið í heild sinni. Það gleymist of að í raun eru tveir samhliða gjaldmiðlar á Íslandi - annar "ígildi" erlends gjaldmiðils þ.e. vísitölustudd króna og mælikvarði fjármagnaeigenda á verðmæti í landinu og hinn gjaldmiðill launafólks... meðalmannsins og þeirra sem skulda en það er "bara" krónan, sem notuð er til þess að borga okkur laun og rýrnar nánast alltaf að verðmætum og við notum auðvitað til þess að borga af skuldabréfunum okkar í vísitölustuddum krónum.
Þetta tvöfalda gjaldmiðilskerfi yrði strax aflagt (gerist sjálfkrafa) og við tækjum upp sterkan erlendan gjaldmiðil til notkunnar á Íslandi.
Evran er ekki töfralausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2009 | 16:47
Loks komið að heimilunum - gott innlegg í umræðuna
Vonandi fara stjórnvöld nú loks að taka við sér ... en umræða um aðalmálið er hafin og verður varla stöðvuð úr þessu.
Heimilin bíða úrræða og innspýtingar því þúsundir þeirra sjá ekkert framundan nema nakta bjargbrúnina.
Steingrímur Sigfússon fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur yfirlýst í sjónvarpi sem og víðar, að hann vinni að því að AFNEMA verðtrygginguna ... og tími til kominn.
Betra þó ef fyrr hefði verið ... þegar verðbólga og atvinnuleysi voru nánast á pari ... en betra seint en aldrei.
Steingrímur á hrós skilið fyrir þá yfirlýsingu.
Vill fella niður 4 milljónir af höfuðstól húsnæðislána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 15:10
Félagsmenn höfnuðu einkahyggjunni og ákveðinni veruleikafyrringu
Mjög gleðilegt að félagsmenn VR hafi ákveðið að nýjir tímar hefjist nú í félaginu.
Klár krafa er nú á vönduð, upplýst og lýðræðisleg vinnubrögð af hálfu formanns félagsins okkar og skal hann gæta hófs og passa að sitja ekki "beggja megin borðsins" þegar hagsmunir er tengjast félaginu eru í vinnslu ... ásamt að passa upp á jafnræðisregluna gagnvart öllum félagsmönnum.
Ég skora á Kristinn að vinna að því að leggja niður svokallaða "Uppstillingarnefnd" (forvals- og uppeldisstöð sitjandi stjórnarmanna þóknanlega þeim) varðandi móttöku nýs fólks sem vill koma til starfa í félaginu samkvæmt auglýsingu. Uppstillingarleiðin er ólýðræðisleg og takmarkar nýja strauma og hugmyndir inn í félagið.
Auk þess mæli ég með því að Lúðvík (sem lenti í 2 sæti í formannskjörinu) komi með einhverjum hætti að endurskipulagningu félagsins og Kristinn hafi frumkvæði að einingu á nýjum tímum.
Til hamingju VR!
Kristinn kosinn formaður VR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2009 | 16:13
Merci à Mme Joly
Það er blessun að okkur Íslendingum gefst tækifæri til þess að njóta eiginleika og skerpu þessa kjarna einstaklings.
Sýnum nú auðmýkt og lútum hennar ráðum.
Ég hef fylgst með henni .... en ég bjó lengi í Frakklandi.
Fundurinn með henni í HR í hádeginu var mjög áhugaverður en í yfirliti hennar úr viðskiptaheiminum velti hún m.a. kanski "hulunni" af raunveruleika í alþjóðaviðskiptum fjölþjóðafyrirtækja ... markaðfærslu þeirra og samskiptum við bankastofnanir, skattaskjólum og samspili þeirra að kveikjum frávika frá markaðsverðum svo og undankomuleiðum fjármagns undan skatti til þess að greiða á endanum eigendum þeirra meiri arð.
Ég hefði viljað spyrja hana um álit á því hvort við Íslendingar ættum núna að gefa frá okkur (samþykkja sölu) útibú gamla Kaupþings í Luxembourg og missa þannig ENN FREKAR af tækifæri til þess að afla upplýsinga um peningafærslur og komast yfir nauðsynleg gögn eða hvort við ættum að halda fast í þessa innkomu í bankamálin utan Íslands.
Því miður náði ekki á hana en leitaði fréttamanna á svæðinu við lok fundarins og fann einn: Egil í Silfrinu og tók hann því vel ... og virtist áhugasamur um að spyrja hana að þessu.
Vona ég að honum takist það í tíma því ég tel þessa innkomu okkar að gögnum "of paramount importance".
Je crois que Mme Joly soit sans doute d'accord.
Gagnrýnir fámenna rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)