Var Edda Rós bara stikk-frí?

Það er eiginlega með ólíkindum með þennan hagfræðing og fyrrum forstöðmann greiningardeildar Landsbankans gamla ... eins og hún hafi bara ekkert með fortíðina að gera  ....  bara stikk-frí og síðan allt í einu dúkkað aftur upp á nýja skuldsetta landið okkar og hyggst nú leiðbeina fólki hvernig því beri að haga sér til þess að það komast út úr ógöngunum.

Maður er eiginlega orðlaus!

Nú er henni stillt upp (eða stillir sér sjálf upp nema hvort tveggja sé) í fjölmiðlum og oftlega við hlið núverandi forseta og framkvæmdastjóra ASÍ og virðist manni þetta annars eflaust ágæta fólk jafnvel orðið að efnahags-tvíeykisráðgjöfum Samfylkingarinnar.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og væntanlegur formaður flokksins míns virðist a.m.k. horfa mjög til hugmynda þessa tvíeykis um hvað sé rétt og/eða ekki skynsamlegt varðandi ráðstafanir og almennt umgjörð og aðgerðir er tengjast kunna lausnum á vanda heimilanna. 

Kanski er það einmitt skýringin hvers vegna Jóhanna (og Samfylkingin) er ekki að ná til heimilanna!  

Sjálfum finnst mér valkostur forsætirráðherra og væntanlegs formanns Samfylkingarinnar alls ekki góður og ætti hún að "opna" fyrir fleiri hugmyndum og djarfari ... annarra flokka eins og hugmynda Lilju í VG, Tryggva H. og/eða Framsóknarflokks og sýna vilja í að ná breiðri lendingu og pólitískri sátt.

Verðtryggingarþráhyggjan er auðvitað vatn á millu fjármagnseigenda sem geta ÁN eðlilegrar áhættu lánað - öfgaaðgerð sem komið var á með lögum 1978-79 til þess að leiðrétta/stýra með öfgaaðgerð á annan veginn fjármagni aftur inn í lífeyrissjóðina og Íbúðalánasjóð, sem höfðu verið þurr ausnir og það tókst. Fyrir einkabankahrunið voru báðir sjóðirnir lögu orðnir digrir og löngu rétt að afnema með lögum gömlu verðtryggingarlögin strax og jafnvægi á milli verðbólgu og atvinnustigs var náð (sem var fyrir nokkrum árum síðan).

Ef ekki á að ríða heimilunum að fullu verður að afnema verðtrygginguna og banna jafnframt notkun útfærslu hennar í lánaviðskiptum með lögum. Upptaka nýs gjaldmiðils er annað mál en vissulega félli upptaka sterks gjaldmiðils vel að íslenskum veruleika, eftir að "jöfnunaröldur" afnáms verðtryggingarkerfisins hafðu náð að jafnast yfir efnahagskerfið í heild sinni. Það gleymist of að í raun eru tveir samhliða gjaldmiðlar á Íslandi - annar "ígildi" erlends gjaldmiðils þ.e. vísitölustudd króna og mælikvarði fjármagnaeigenda á verðmæti í landinu og hinn gjaldmiðill launafólks... meðalmannsins og þeirra sem skulda en það er "bara" krónan, sem notuð er til þess að borga okkur laun og rýrnar nánast alltaf að verðmætum og við notum auðvitað til þess að borga af skuldabréfunum okkar í vísitölustuddum krónum.

Þetta tvöfalda gjaldmiðilskerfi yrði strax aflagt (gerist sjálfkrafa) og við tækjum upp sterkan erlendan gjaldmiðil til notkunnar á Íslandi.   


mbl.is Evran er ekki töfralausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband