Færsluflokkur: Bloggar
2.2.2009 | 15:53
Heillaóskir
Mjög ánægjulegt að aðgerðin hafi heppnast vel og bestu óskir til Geirs um góðan bata og bjarta framtíð.
Enginn forystumanna hinna flokkanna trúi ég annar en hann, hefði getað haldið af jafnmikilli festu og yfirvegun utan um "gargandi" verkefni ríkisstjórnar (tveggja flokka) ... haldið fókus og jafnvægi, í ölduróti undanfarinna mánaða ... undir (eðlilega) miskunnarlausri gagnrýni stjórnarandstæðinga og (eðlilega) gífurlegri og vaxandi ólgu í þjóðfélaginu - sprottinni af áhyggjum heimilanna, í kjölfar "einkabankahrunsins" mikla í byrjun október 2008.
Megi þeir sem ábyrgð á hruninu bera fá að axla hana eftir því sem til var stofnað!
Aðgerð á Geir heppnaðist vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2009 | 16:36
Sjónarmið pabbana??
Sami gamli prófíllinn enn í gangi á Íslandi í málefnum er varða börn.
Enn í dag á Íslandi 2009 eru ENGÖNGU konur spurðar og kallaðar til ráðgjafar hvernig best er að uppfæra löggjöf hér á landi til nútímans og heimildir (vegvísi) til handa dómara til að leysa úr hagsmunaárekstrum sem kunna að koma upp á milli foreldra við skilnað/ sambúðarslit.
Ótrúlegt að sérstaklega hér sé ekki gætt jafnræðisreglu og jafnri kynjaskiptingu.
Útilokað er að konur einar geti verið ráðgefandi í svona máli (fulltrúar aðeins annars hagsmunahópsins) og beinlínis aðför að feðrum eða hreinn brandari.
Ekki get ég ímyndað mér að nokkur réttsýn kona samþykki setu í svona skipaðri nefnd.
Þær konur vita nefnilega, að það hallar enn hræðilega og dapurlega á feður ... bæði lagalega og ekki síst í útfærslu þessara mála/framfylgni á Íslandi (sem og víða annars staðar í heiminum reyndar).
Aðalatriðið er að börnin hafa fyrst og í algerum forgangi, ótvíræðan og sjálfstæðan rétt til foreldra sinna og ber yfirvöldum að tryggja börnum það að lögum og jafnframt í framkvæmd (með lögskipaðri eftirfylgni).
Foreldrar hafa síðan jafnan rétt til barna sinna hafi þau ákveðið að skilja (eða slíta sambúð) en börnin eiga ekki að verða "leiksoppar" duttlunga óánægðra foreldra sem beita börnunum fyrir sig ... eins og alveg sérstaklega er algengt af hálfu móður og hefur verið svo lengi sem menn muna.
Þetta vitum við öll og aðeins fáar konum hafa tjáð sig um svona mál opinberlega.
Virðingarfyllst,
Jakob-Páll Jóhannsson
Endurskoða reglur um forsjá, búsetu og umgengni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)