Sjúkleg stífni Bandaríkjanna ... kúgaður kjánaskapur Ísraels.

Ótrúleg afstaða Bandaríkjanna ennþá árið 2009 og minnisvarði sjúklegrar stífni/þráhyggju þeirra ... þrátt fyrir endurteknar áskoranir um breytingar ... nú 187 þjóða Sameinuðu þjóðanna.

Áhugavert væri að heyra skýringar Obama á þessari afstöðu.

Maður er hugsi ... eiginlega dapur og spyr sig: 

"Getur þessi annars lofandi nýji forseti Bandaríkjanna - slíkrar afstöðu - þá nokkuð aukið vonir umheimsins eftir allt um langþráða lausn mála fyrir botni Miðjarðarhafs"?


mbl.is Gegn viðskiptabanni í 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er nýbúið að sæma þennan strengjabrúðu-forseta friðarverðlaunum Nóbels, sem er mótsögn í sjálfu sér, því það eru Bandaríkin sem beita sér hvað harðast fyrir þvingunaraðgerðum gegn þeim sem þau telja óvinveitt sér. Auk þess er BNA stærsti vopnaútflytjandi í heimi og megnið af þeim vopnum fer í hendurnar á skæruliðahreyfingum sem frá greitt fyrir að lumbra á þeim sem fara ekki að vilja bandarískra stórfyrirtækja að hleypa þeim í viðskipti hjá sér eða auðlindir. Gengi dollars hefur um árabil verið haldið uppi með hervaldinu einu saman, en sem betur fer þá er óttinn við það að fjara út núna. Menn eru nefninlega smám saman að átta sig á þetta brölt hefur hingað til allt verið fjármagnað af Kínverjum sem hafa veitt Bandaríkjunum nánastan ótakmarkaðan yfirdrátt á milliríkjaviðskiptum, en núna eru þeir að hóta að gjaldfella það. Nýjasta þróunin í þessu er hugsanlega tilraun til að milda Kínverjana, en Obama hefur nú sent viðskiptaráðherra sinn þangað með heimild í vasanum til að selja þeim eldflaugar og önnur hátækni-vígtól. (Meira um það hér.)

P.S. Forvitnileg staðreynd: ættfræðirannsóknir stelpu í 7. bekk í Kaliforníu hafa leitt í ljós að Obama er afkomandi Jóns Englandskonungs (1166-1216), eins og reyndar allir forsetar Bandaríkjanna hingað til utan einn.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband