11.3.2009 | 15:10
Félagsmenn höfnuðu einkahyggjunni og ákveðinni veruleikafyrringu
Mjög gleðilegt að félagsmenn VR hafi ákveðið að nýjir tímar hefjist nú í félaginu.
Klár krafa er nú á vönduð, upplýst og lýðræðisleg vinnubrögð af hálfu formanns félagsins okkar og skal hann gæta hófs og passa að sitja ekki "beggja megin borðsins" þegar hagsmunir er tengjast félaginu eru í vinnslu ... ásamt að passa upp á jafnræðisregluna gagnvart öllum félagsmönnum.
Ég skora á Kristinn að vinna að því að leggja niður svokallaða "Uppstillingarnefnd" (forvals- og uppeldisstöð sitjandi stjórnarmanna þóknanlega þeim) varðandi móttöku nýs fólks sem vill koma til starfa í félaginu samkvæmt auglýsingu. Uppstillingarleiðin er ólýðræðisleg og takmarkar nýja strauma og hugmyndir inn í félagið.
Auk þess mæli ég með því að Lúðvík (sem lenti í 2 sæti í formannskjörinu) komi með einhverjum hætti að endurskipulagningu félagsins og Kristinn hafi frumkvæði að einingu á nýjum tímum.
Til hamingju VR!
Kristinn kosinn formaður VR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.