Kjánaleg viðbrögð Steingríms og Jóhönnu!

Yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands um ákvörðun forsetans að skjóta málinu til þjóðarinnar, ber vitni ótrúlegri þröngsýni ... þrjóskra óþekkra krakka, sem illa sætta sig við leikreglur lýðræðisins.

Að gefa tóninn með neikvæðum hætti, hvaða áhrif þetta kunna að hafa erlendis og m.a. á viðsemjendur okkar við samningaborðið, er auðvitað og vægast sagt stórkostlega vanhugsað af hálfu ríkisstjórnarinnar og sýnir kanski í hnotskurn hæfni þeirra í "samningamálunum" fyrir okkar hönd.

Þarna hefðu þeir bara átt að vísa í eðli stjórnskipulegs réttarfars á Íslandi og leikreglurnar væru lýðræðislegar.

 


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með þessari ríkisstjórn. Hún minnir gamlan bónda á refaskytturnar. Þær biðu eftir refnum og hæfnin fólst í því að skjóta refinn á réttu augnabliki.

Ríkisstjórnin bíður alltaf eftir tækifæri til að taka heimskulegustu afstöðuna og þá lætur hún skotið vaða. ....Klikkar aldrei.

Árni Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 15:28

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Viðbrögðin eru mjög eðlileg. Enginn vinstri maður bjóst við því að Ólafur Ragnar snérist á sveif með bröskurunum í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum.

Ábyrgðirnar að baki Icesave nema um 20 - 25% af erlendum skulum þjóðarinnar. Framundan eru samningar um endurfjármögnun hárra afborgana og ekki er unnt að vænta annars en að þau lán verði okkur mun óhagstæðari.

Auðvitað átti að vísa þessum Icesave ábyrgðum til föðurhúsanna: Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þessir aðilar ákváðu jú einkavæðingu bankanna. Bera þeir enga ábyrgð?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.1.2010 kl. 18:39

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Guðjón frétt þess efnis að seðlabankinn hafi ofmetið eignir bankanna í útlöndum kom um morgunin þegar Ólafur neitaði að skrifa undir ekki man ég betur en að þessi samningur sem reynt var að koma í gegn hafi miðað við að það kæmu 85% einga upp í skuldir í það minsta það var bara ágiskun er hægt að bera svoleiðis á borð fyrir almening.

Sigurður Haraldsson, 6.1.2010 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband