Undirtektir áhyggjuefnis.

Þessi frétt er áhugaverð og ætti að vera okkur til umhugsunar.

Í mínum huga er ekki nokkur vafi á því að fjölmiðlar "brugðust" þjóðinni í þeim skilningi, að þeir blinduðust af ævintýralegu útrásarskeiði íslenska fjármálageirans í kjölfar einkavæðingar fyrrum ríkisbankanna.

Þeir fjölluðu næsta gagnrýnislaust um endalaus glæsi-strandhögg allt í einu tilkominna íslenskra fjármálaskörunga ... sem allt vissu og allt gátu ... betur en aðrir ... úr sömu aðstöðu væntanlega og hinir erlendu kollegar þeirra í bönkum erlendis, verðum við að álíta a.m.k. þar til annað kemur í ljós.

Gagnrýni frá þroskuðum alþjóðlegum fjármálamörkuðum var oft tekið og svarað sem "öfund" og ýtt úr af borðinu ... eins og allir muna sem fylgdust með. Spaugilegt var m.a. þegar sérfræðingar bankanna voru fengnir til þess í fjölmiðlum, að geta sér til um hvernig þessi og þessi bréfin myndu hækka eða lækka vikuna á eftir og segir slíkt sína sögu. 

Auðvitað var þetta ekki síst vegna hreinlega eðlilegrar vankunnáttu íslenskra fjölmiðlamanna og skorts á aðfengnum (óháðum) sérfræðingum innandyra þar á bæ (helst erlendum) fjölmiðlamönnum til stuðnings í málefnum um fjármálastarfsemi ... enda átti þessi starfsemi sér ekki neinn undanfara hérlendis og upplýsingarnar þannig að mestu einhliða frá þátttakendum sjálfum. 

Vonandi höfum við lært eitthvað af þessu og m.a. - eða kanski ekki síst í því vonarljósi, sem ég tek undir áhyggjur ráðherrans. 

Fréttamenn vilja vinna vinnuna sína vel og af ábyrgð ... en umhverfið verður að tryggja og styðja nauðsynlegri fjölbreytilegri sérþekkingu!

 


mbl.is „Mikilvægt að fjölmiðlar bregðist ekki aftur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband