"Hagsæld" hér eða þar og alls staðar ...

Í fréttinni segir:

"Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í viðtali við Bloomberg News í Davos, Sviss, að velgengni Íslands sýni það að aðild að Evrópusambandinu er ekki forsenda hagsældar."

Ekkert er athugavert við svona fullyrðingu í sjálfusér um meinta "velgengni" Íslands (miðað við einhvern tímapunkt eða tímabil ákveðinnar líðandi stundar)vilji menn reyna að koma ákveðnu sjónarmiði á framfæri, sem öllu hugsandi fólki er þó strax ljóst að er gildishlaðið í ákveðnum tilgangi og allt í lagi með það líka: Skoðun viðkomandi sem hér er forseti Íslands og samantekt málgagns sem einkum er þekkt fyrir andstöðu þess við að eitthvað gott fyrir Ísland gæti komið frá og/eða með hugsanlegri aðild okkar Íslendinga að Evrópusambandinu.

En síðan notar ÓGR (samkv. fréttinni eins og hún segir söguna)löngu þekkta sér-afstöðu og ávallt mjög umdeilda aðild Breta að Evrópusambandinu. ....umdeildrar á meðal Breta sjálfra, svo umdeildrar af hálfu annarra aðildarþjóðir vegna upplifunar þeirra og brostinna væntinga-"heilinda" og "samstöðu" Breta í málum.
Að nota slíka þjóð til uppbyggingar einhverri röksemdarfærslu fullyrðingu forsetans til stuðnings er vægast sagt kjánalegt ...en látum það vera.

ÓGR(samkv. fréttinni) endar þetta síðan með því að tala um Noreg og Ísland og efnahagsbatann þar nú... í kjölfar kreppunnar og látið að því liggja að þær þjóðir skeri sig úr í jákvæðum skilningi í samanburði við aðrar þjóðir Evrópu:

„Svo það er erfitt að halda því fram að til að ná árangri þurfi ríki að vera í Evrópusambandinu.“

Enn duglegur strákur hann ÓGR ...að reyna að tala fólk á sitt band og finna málflutningi sínum undirstöður mörgum kann að virðast traustar...í fyrstu a.m.k.

Noregur og Ísland eiga í raun lítið sameiginlegt í efnahagslegum skilninig ...önnur þjóðin stór og vellauðug mjög eftirsóknarverðum auðlindum eins og allir vita og eiga digra sjóði (í alþjóðlegum samanburði) sem m.a. halda gjaldmiðli sterkum almennt.
Við vitum flesthver hvar við stöndum í dag Íslendingar ...og þó við eigum vissulega líka eftirsóknarverðar auðlindir (þær sem vitað er um ennþá) þá erum við samt í allt öðrum "sporum" en Norðmenn en engan vegin þar saman að jafna og þannig barnaskapur að nota þessa viðlíkingu sem forsetinn beitir fyrir sig í því að "upphefja" Ísland í samanburði við sameinaðar Evrópu-þjóðir (Evrópusambandið) ...og auðvitað veit hann það full vel!

Nei, "forsenda" hagsældar er ekki endilega háð aðild að Evrópusambandinu en hagsæld til lengri tíma er örugglega tryggari í "umheimi" og samfélagi þjóða sem m.a. nota sameiginlega mælistiku við að meta verðmæti ...er í tilfelli Evrópusambandsins er EVRAN.

Komandi kynslóðir vilja vita hvað þær eru með í höndunum og fylgja nágrönum sínum hvað það varðar ...þurfa ekki að sæta "átthagafjörtuðum" gjaldmiðli sem vegna smæðar þjóðar mun aldrei geta uppfyllt kröfur um frjálst fjármagnsflæði og þannig aldrei komið í veg fyrir stórkostlegar sveiflur upp eða niður og þannig dulbúna bak-reikninga til heimillanna sem aftur gerir útaf við öll plön og ábyrgar ákvarðanir einstaklinga í peningamálum.


mbl.is Ólafur Ragnar: Aðild ekki forsenda hagsældar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband