16.12.2010 | 16:14
Evrópa hornsteinn mannréttinda!
Ánægjulegt að breskur dómari vinni í takt við ofangreint og sendi skilaboð til umheimsins þar um.
Að sama skapi er dapurlegt, að einstaklingur telji sig þurfa að efast um heiðarleika dómstóls einna af löndum Norðurlanda.
Það er mjög svo umhugsunarvert fyrir öll Norðurlönd og varðar sameiginlega ímynd þeirra og náið samstarf.
Allir vita að Svíar eiga gífurlegra hagsmuna að gæta hvað varðar vopnaframleiðslu í heiminum... þó þeir gefi sig út fyrir algert hlutleysi gagnvart hernaði eða bandalögum á því sviði.
Almennt talað er ekkert skrítið að fólk óttist hluti sem ekki eru fullkomlega gegnsæir eða öllum almenningi auðskiljanlegir ... sérstaklega þegar samhengi hluta kann að mynda spennistöðu í siðferðislegum skilningi.
Ég treysti Svíum til þess að standa heiðarlega að málum er varða mannréttindi "einstaklings í hópnum" en þess kann að vera stutt að bíða að þeim gefist tilefni til þess.
Assange látinn laus gegn tryggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.