12.4.2013 | 10:51
Hanna Birna vs Bjarni Benediktsson
Því miður hefur þessi flokkur farið villur vegar og stöðugt fjarlægst þau gildi ...sérstaklega undanfarin tíu fimmtán ár, sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir ...á þeim árum þegar hann höfðaði til mjög breiðra fylkinga landsmanna ...á öllum aldri.
Flokkurinn og auðvitað "þétti massinn" í kringum forystuna á þessum árum, græðgisvæðingin sem þótti að virðist bara merki um gott "einstaklingsframtak" og svo hið algera eftirlits- og hreinlega að virðist kunnáttuleysi á næsta öllum sviðum opinberra stofnana, eins og best kom fram í skýrslunni góðu rannsóknarnefndar alþingis, er auðvitað nokkuð sem flokkurinn ber ábyrgð á (hefur aldrei viðurkennt né sýnt í verki með hreinsun innanfrá) og heldur áfram að líða fyrir - réttilega.
Vonandi gerir flokkurinn það lengi áfram og ÞAR TIL hann horfist í augu við sjálfan sig og hættir að eyða allri orkunni í að neita mistökunum og tímanum í heimskulegt málþóf á þingi!
Betur færi að menn játi vitleysuna og bæti ráð sitt og fari að haga sér af heilindum, skynsemi og festu.
Ísland þarf mælikvarða á verðmæti sem er viðurkenndur og eftirsóttur af öðrum þjóðum: Evru!
Smáríki eins og við eigum samleið til framtíðar með okkar helstu nágrana- og viðskiptaþjóðum sem sameiginlega innan ESB reyna að byggja sig upp og samhæfa lög og reglur, eftirlitskerfi með fjármálastofnunum og vinna að einsleitum (vonandi sameiginlegum) fjárlögum hlutaðeigandi landa....allt þetta gert sem svar til framtíðar og til jafnvægis við sambærileg ríkjasambönd og valdablokkir í Asíu og Ameríku (suður og norður).
Engu skiptir að mínu mati hvort Bjarni Benediktson láti af formennsku nú og Hanna Birna taki við.
Efa lítið er Bjarni ágætur maður sem slíkur en eins og sannast á fylgi flokksins frá hruni, þá hefur hann aðeins meirihlutafylgi á fulltrúaþingi flokksins (landsfundi) ekki hjá þorra kjósenda. Birna hafði tækifæri á síðasta landsfundi til þess að freista frama og stuðnings innan fulltrúaþings en gerði það ekki ...hafði ekki þor og djörfung sem foringi þarf að bera. Einnig hefur komið fram í fjölmiðlaviðtölum við hana undanfarnar vikur (í kosningabaráttunni) að hún hefur nákvæmlega ekkert nýtt (fyrir hinn almenna flokksmann) fram að færa - nákvæmlega ekkert! Hún var hins vegar ágætis borgarstjóri.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf raunverulegt formannsefni - yfirvegaðan einstakling sem af skynsemi þorir og viðurkennir að fullu fyrir þjóðinni að árin sem leiddu til hrunsins voru að mestu á ábyrgð hans.
Nú verði nýjar leiðir í boði ...þar sem öllum er boðið þátttaka í að fleyta Íslandi inn í nýja tíma á skynsemisforsendum, gagnsæi, eftirliti sem sætir ábyrgð ...þar sem bankar og fjármálastofnanir verða þvingaðar með góðu eða illu (lagasetningu ...þ.m.t. lífeyrissjóðir og lög um þá þannig breytt) að leiðrétta eignatilfærsluna sem varð með hruninu til þeirra aftur að mestu til heimila landsins. Uppsöfnuð eign lífeyrissjóðanna eru fjármunir landsmanna sem ætlað er hlutverk á efri árum eftir starfslog ...en þá þarf fólk einnig heppilegt húsnæði og þjónustu. Í slíkum eignum eiga lífeyrissjóðirnir auðvitað að fjárfesta til þess að tryggja að þessi aðstaða sé til þegar við þurfum á henni að halda á efri árum og leigum þá aðstöðuna af þeim.
Uppruni allrar eftirspurnar er hjá heimilum landsins en hún fer ekki af stað nema "heimilin" eigi einhverja peninga eftir til þess að kaupa vörur og þjónustu....sem aftur kallar á atvinnu (einhverra) og þá ný atvinnutækifæri ...sem þá leiðir af sér skattstofna fyrir ríkissjóð (sem ætlað er að greiða fyrir okkur samneyslu í heilbrigðisþjónustu, framkvæmdir á vegum ríkis og sveitarfélaga o.s.frv.)
Það merkilega er, að hugsjónir Pírata í dag, Dögunar og í ljósi þess hversu Sjálfstæðisflokkurinn höfðaði til margra ólíkra skoðana hér á árum áður, þá er ég sannfærður um að stefna Samfylkingarinnar í dag í málum Evrópu og sérstaklega upptaka evru hefði átt sér meirihluta hljómgrunn innan breiðfylkinga hans.
Reyndar eru þar efnilegir og skynsamir einstaklingar sem vilja skýrt og klárt, að við klárum samningaferlið við Evrópusambandið og kjósum síðan um útkomuna.
Sannarlega vona ég að það verði niðurstaðan ....en slík yfirlýsing af hálfu nýs foringja Sjálfstæðis-flokkins nú ...myndi líklega nægja honum til raunverulega áhrifa til framtíðar á Íslandi.
Ég útiloka ekkert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2013 | 16:42
"Hagsæld" hér eða þar og alls staðar ...
Í fréttinni segir:
"Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í viðtali við Bloomberg News í Davos, Sviss, að velgengni Íslands sýni það að aðild að Evrópusambandinu er ekki forsenda hagsældar."
Ekkert er athugavert við svona fullyrðingu í sjálfusér um meinta "velgengni" Íslands (miðað við einhvern tímapunkt eða tímabil ákveðinnar líðandi stundar)vilji menn reyna að koma ákveðnu sjónarmiði á framfæri, sem öllu hugsandi fólki er þó strax ljóst að er gildishlaðið í ákveðnum tilgangi og allt í lagi með það líka: Skoðun viðkomandi sem hér er forseti Íslands og samantekt málgagns sem einkum er þekkt fyrir andstöðu þess við að eitthvað gott fyrir Ísland gæti komið frá og/eða með hugsanlegri aðild okkar Íslendinga að Evrópusambandinu.
En síðan notar ÓGR (samkv. fréttinni eins og hún segir söguna)löngu þekkta sér-afstöðu og ávallt mjög umdeilda aðild Breta að Evrópusambandinu. ....umdeildrar á meðal Breta sjálfra, svo umdeildrar af hálfu annarra aðildarþjóðir vegna upplifunar þeirra og brostinna væntinga-"heilinda" og "samstöðu" Breta í málum.
Að nota slíka þjóð til uppbyggingar einhverri röksemdarfærslu fullyrðingu forsetans til stuðnings er vægast sagt kjánalegt ...en látum það vera.
ÓGR(samkv. fréttinni) endar þetta síðan með því að tala um Noreg og Ísland og efnahagsbatann þar nú... í kjölfar kreppunnar og látið að því liggja að þær þjóðir skeri sig úr í jákvæðum skilningi í samanburði við aðrar þjóðir Evrópu:
„Svo það er erfitt að halda því fram að til að ná árangri þurfi ríki að vera í Evrópusambandinu.“
Enn duglegur strákur hann ÓGR ...að reyna að tala fólk á sitt band og finna málflutningi sínum undirstöður mörgum kann að virðast traustar...í fyrstu a.m.k.
Noregur og Ísland eiga í raun lítið sameiginlegt í efnahagslegum skilninig ...önnur þjóðin stór og vellauðug mjög eftirsóknarverðum auðlindum eins og allir vita og eiga digra sjóði (í alþjóðlegum samanburði) sem m.a. halda gjaldmiðli sterkum almennt.
Við vitum flesthver hvar við stöndum í dag Íslendingar ...og þó við eigum vissulega líka eftirsóknarverðar auðlindir (þær sem vitað er um ennþá) þá erum við samt í allt öðrum "sporum" en Norðmenn en engan vegin þar saman að jafna og þannig barnaskapur að nota þessa viðlíkingu sem forsetinn beitir fyrir sig í því að "upphefja" Ísland í samanburði við sameinaðar Evrópu-þjóðir (Evrópusambandið) ...og auðvitað veit hann það full vel!
Nei, "forsenda" hagsældar er ekki endilega háð aðild að Evrópusambandinu en hagsæld til lengri tíma er örugglega tryggari í "umheimi" og samfélagi þjóða sem m.a. nota sameiginlega mælistiku við að meta verðmæti ...er í tilfelli Evrópusambandsins er EVRAN.
Komandi kynslóðir vilja vita hvað þær eru með í höndunum og fylgja nágrönum sínum hvað það varðar ...þurfa ekki að sæta "átthagafjörtuðum" gjaldmiðli sem vegna smæðar þjóðar mun aldrei geta uppfyllt kröfur um frjálst fjármagnsflæði og þannig aldrei komið í veg fyrir stórkostlegar sveiflur upp eða niður og þannig dulbúna bak-reikninga til heimillanna sem aftur gerir útaf við öll plön og ábyrgar ákvarðanir einstaklinga í peningamálum.
Ólafur Ragnar: Aðild ekki forsenda hagsældar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2012 | 11:04
Ekki mér að kenna heldur öðrum!
Þvílíkur biturleiki!
Sýnir kanski betur en margt annað sem þessi annars ágæta, fríða kona og fyrrum góði fréttamaður, að hún átti sem karakter/einstaklingur mjög takmarkað erindi í embætti forseta Íslands ...þrátt fyrir sjónvarps frægð og fríðleika.
Ólafur Ragnar varð „óttasleginn“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2010 | 16:14
Evrópa hornsteinn mannréttinda!
Ánægjulegt að breskur dómari vinni í takt við ofangreint og sendi skilaboð til umheimsins þar um.
Að sama skapi er dapurlegt, að einstaklingur telji sig þurfa að efast um heiðarleika dómstóls einna af löndum Norðurlanda.
Það er mjög svo umhugsunarvert fyrir öll Norðurlönd og varðar sameiginlega ímynd þeirra og náið samstarf.
Allir vita að Svíar eiga gífurlegra hagsmuna að gæta hvað varðar vopnaframleiðslu í heiminum... þó þeir gefi sig út fyrir algert hlutleysi gagnvart hernaði eða bandalögum á því sviði.
Almennt talað er ekkert skrítið að fólk óttist hluti sem ekki eru fullkomlega gegnsæir eða öllum almenningi auðskiljanlegir ... sérstaklega þegar samhengi hluta kann að mynda spennistöðu í siðferðislegum skilningi.
Ég treysti Svíum til þess að standa heiðarlega að málum er varða mannréttindi "einstaklings í hópnum" en þess kann að vera stutt að bíða að þeim gefist tilefni til þess.
Assange látinn laus gegn tryggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2010 | 16:04
Missir ... þvinguð þjóð!
Dapurleg og beinlínis mjög slæm frétt að Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra sé látin hætta ... þjóðin þvinguð til þess að baki örugglega einni af allra hæfustu, faglegustu og líklega einni af réttsýnustu manneskju sem orð fara af í því ráðuneyti a.m.k. fyrr og ... mun þurfa mikið til að það gildi ekki einnig um síðar.
Hreint út sagt ótrúleg ráðstöfun!
Hvenær ætlar kjánaskapnum og klíkupotinu í pólitíkinni að ljúka í þessu litla landi?
Gylfi og Ragna hætta í stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2010 | 15:59
Frábært!
Einmitt þarna er upphafið að því sem koma skal -> forsenda gagnkvæmrar virðingar, samskilnings og vináttu til framtíðar.
Sérlega ánægjuleg frétt.
Með auknum gagnkvæmum skilningi og beinum samskiptum ungs fólks/ nýrra kynslóða er sannarlega langmesta vonin um að varanlegur friður komist á og "skref" sem þetta gleðiefni.
Til hamingju! :)
Arabíska skyldufag í grunnskólum Ísraels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2010 | 14:33
Frábært !
Holland í 8-liða úrslit eftir sigur á Slóvakíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2010 | 15:18
Viðhald Hugmyndahúss ...
Þarna virðist hafa orðið til mjög áhugaverður vettvangur gagnkvæmrar uppörvunar, sköpunar og uppfræðslu til athafnastarts og vel tekist til með að virkja mannflóruna.
Viðhöldum þessu og bjóðum gesti og gangandi velkomna með auknum kynningum verkefnisins :)
Mistakafrelsið mikilvægt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2010 | 09:52
Annað fyrir Má en má!!?
Ef Már Guðmundson seðlabankastjóri getur ekki sætt sig við þær ráðstafanir Alþingis Íslendinga sem almenningi eru settar vegna efnahagshrunsins þá tel ég hann ekki réttan mann á réttum stað!
Sumir geta ekki verið "stikk-frí" á meðan aðrir þurfa að taka hressilega á ... hvað sem væntingum leið eða forsendum vinnusamninga fyrir lagasetninguna um hámarkslaun.
Sá Már óánægður þá einfaldlega leitar hann á önnur mið.
Margir ágætir einstaklingar geta tekið við af honum á þeim forsendum sem í boði eru.
Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2010 | 11:02
Kominn tími til sparnaðar gjaldeyris!
Vonandi að bankarnir fari nú ekki inn í sama farið og venjulega og ýti undir bílainnflutning og óþarfa gjaldeyriseyðslu með barnalegri fjármálafyrirgreiðslu.
Bílainnflutningur eykur ekki innlenda verðmætasköpun né skiptir máli í atvinnusköpun þegar spara þarf gjaldeyrir. Í því sambandi er augljóslega betra og atvinnuskapandi að nota núverandi bílaflota lengur en við höfum gert undanfarin ár og gera við það sem aflaga fer á bílaverkstæðum hér heima.
Nýju bankarnir ættu að sýna "þarft nýtt andlit" .... fyrirhyggju og að leitast við að "stýra" landanum með skynsamlegi og ábyrgri fjármálafyrirgreiðslu sem stuðlar að því númer EITT - TVÖ og ÞRJÚ, að auðvelda okkur sem þjóð að byggja upp sterkan gjaldeyrisforða til framtíðar!
Tölurnar í fréttagreininni hér eru góðs viti um breytta tíð .... og nú er lag til þess að viðhalda þessu en ábyrgð banka og fjármálastofnana er mikil og stefna þeirra skiptir miklu máli!
11 milljarða afgangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)