Sjónarhorn á styrk sjálfstæðis þjóðar

Eigum við nú ekki að snúa okkur meira að því... og beina fyrst og fremst kastljósinu að því, sem við höfum í stöðunni í dag og ennþá sem SJÁLFSTÆÐ ÞJÓÐ með eigin gjaldmiðil ... og leysa á þeim forsendum yfirþyrmandi  og vandamál heimilanna.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er eðlilega "drifinn" áfram af öflugum aðildarþjóðum hans og aðgerðir hans háðar með einum eða öðrum hætti "vilja" þeirra ... þeirra á meðal Breta og Hollendinga ... auk annarra ESB aðildarríkja. Þetta höfum við allt séð svart á hvítu á síðustu mánuðum ... og meira að segja augljóst í dag, að Norðurlönd standa ekki einu sinni nær okkur á "ögurstund" en svo skýrt hefur fram hefur komið undanfarna mánuði og aðhafast ekkert okkur til handa óháð Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Það þýðir ekkert að nálgast "alþjóðasamninga" á þeim forsendum að einhver eigi að vorkenna einhverjum ... eða hvað þá að þolinmæði "þjóðar" sé á þrotum.  

Það er ekki góð yfirlýsing!  

Í raun er þetta mjög slæm yfirlýsing þegar löngu er auðvitað orðið ljóst að "samúð" annarra þjóða gagnvart vandamálum sem við höfum komið okkur í sjálf (og sumum af þeirra löndum einnig) takmarkast nánast við Færeyinga.

Við Íslendingar eigum að láta Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eiga sig (í biðstöðunni) og snúa okkur að "okkar eigin og innanlandsmálum" sjálfstæðrar þjóðar. Einn góðan veðurdag lætur hann frá sér heyra varðandi framlagðar óskir okkar. Samskonar skilaboð þurfum við að láta umheiminn átta sig á núna í dag ... og hátt og skýrt!

Hættum að senda röng skilaboð til væntanlegra og framtíðar viðsemjenda okkar á alþjóðavettvangi. Gefum engum tækifæri á að "kúga" okkur í samningum ... vegna rangra hugmynda þeirra um að við séum upp á þá/þau komin.

Við eigum miklar auðlindir og þess vegna sterkt samningsbakland ... en það þarf sterka aðila í framlínuna!

 


mbl.is Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband