Eru yfirföld á Íslandi ekki með réttu ráði?

Eva Joly er örugglega ein allra allra tryggasta VON ÞJÓÐARINNAR (almennings) um að á ÖLLUM málum er leiddu beint til "Hruns Íslands" verði tekið af festu ... öllu velt við og dregið upp á yfirborðið og þar með allir (öll nöfn) er komu við sögu teknir fyrir ...  og með þeim nayðsynlegu (jafnvel ef með þarf og í daglegu tali) harkalegu aðferðum sem til þarf til þess að takast megi að UPPLÝSA AÐ FULLU hvað gerðist og hver (hverjir) bera þar vítaverða ábyrgð.

Íslendingar vilja ekki vera álitnir fjárglæframenn og eða svikarar í einhverjum skilningi um ókomin ár, sem enginn mun lengur treysta. 

Orðstýr landsins hangir hér á blá-þræði ágætu landsmenn og ef við hrekjum Evu Joly nú burt - heimsþekkan einstakling fyrir áratuga störf sín við rannsóknir og afhjúpun fjármála- og viðskiptaspillingar um allan heim.

Ef það gerist er okkur ekki viðbjargandi!

Sú frétt - ef það verður niðurstaðan, að við viljum ekki fara að ráðum Evu Joly og nú kveður þar með Ísland ... verður MEIRI HEIMSFRÉTT en hrun okkar smáu þjóðar og þarf nú töluvert til skyldi maður halda. Fréttin myndi fara marga hringi í kringum hnöttinn og örugglega "sanna" endanlega í huga heimsbyggðarinnar hversu rotið kerfið og spilltur kúltúrinn er á Íslandi.

Við eigum að fara 100% að ráðum Evu Joly og veita henni þá aðstöðu hér á landi og útvega henni það samstarfsfólk sem hún ráðleggur okkur að við þurfum ... sérstaklega erlenda auðvitað og 100% hlutlæga gagnvart  öllum Íslendingum! 

 


mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mér sýnist þetta, vera byrtingarmynd þess vandamáls ríkisstjórnarinnar, hvað verkstjórn hennar er léleg.

Með öðrum orðum, hlutir sem þarf að gera, komast ekki í verk.

Mundu, enn hafa gömlu bankarnir ekki verið gerðir upp,,,sem þýðir, formlega séð eru nýju bankarnir ekki til, og allt á huldu um eiginfjárstöðu þeirra, sem skýrir af hverju þeir geta ekki veitt neina fyrirgreiðslu til atvinnulífsins, sem og til almennings.

Þetta ástand, er stærsta ástæðan fyrir stöðugu falli krónunnar, þ.s. verð gjaldmiðils, er byrtingarmynd mats markaðarins, á stöðu hagkerfisins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.6.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband