Kominn tími til sparnaðar gjaldeyris!

Vonandi að bankarnir fari nú ekki inn í sama farið og venjulega og ýti undir bílainnflutning og óþarfa gjaldeyriseyðslu með barnalegri fjármálafyrirgreiðslu.

Bílainnflutningur eykur ekki innlenda verðmætasköpun né skiptir máli í atvinnusköpun þegar spara þarf gjaldeyrir. Í því sambandi er augljóslega betra og atvinnuskapandi að nota núverandi bílaflota lengur en við höfum gert undanfarin ár og gera við það sem aflaga fer á bílaverkstæðum hér heima.

Nýju bankarnir ættu að sýna "þarft nýtt andlit" .... fyrirhyggju og að leitast við að "stýra" landanum með skynsamlegi og ábyrgri fjármálafyrirgreiðslu sem stuðlar að því númer EITT - TVÖ og ÞRJÚ, að auðvelda okkur sem þjóð að byggja upp sterkan gjaldeyrisforða til framtíðar! 

Tölurnar í fréttagreininni hér eru góðs viti um breytta tíð .... og nú er lag til þess að viðhalda þessu en ábyrgð banka og fjármálastofnana er mikil og stefna þeirra skiptir miklu máli!    


mbl.is 11 milljarða afgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Örn Arnarson

"Vonandi að bankarnir fari nú ekki inn í sama farið og venjulega og ýti undir bílainnflutning"

Ja það er nú það - eru bankarnir ekki orðnir endanlegir eigendur margra helstu bifreiðaumboða?

Jón Örn Arnarson, 9.4.2010 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband