Mikið að Alistair Darling hrekkur í gírinn ...

og lætur hafa eftir sér ... að fréttum BBC í dag að dæma, að Bretar séu reiðubúnir að sýna sveigjanleika til lausnar Icesave-málinu.

Hann áttar sig m.a. á mikilvægi ásættanlegra samskipta Breta til langs tíma við þessa smáþjóð sem við Íslendingar erum og ekki síst til áframhaldandi framtíðarviðskipta þjóðanna - einkum öflunar Breta á ferskum fiski frá Íslandi, til áframhaldandi vinnslu á stórum svæðum í  Bretlandi og þ.m. framtíðar-atvinnuöryggis fjölda breskra fjölskyldna. Jafnvel þótt einhverjir sem sóttust eftir "hárri ávöxtun" og samþykktu þannig meðvitað að taka þar af leiðandi "meiri áhættu" samfara því, hafi tapað einhverjum peningum með íslensku útrásarvíkingunum þá er honum loks ljóst, að Íslendingar ætla ... að fara að því regluverki og virða þau lög sem um skil þeirra hluts á lágmarks innistæðutryggingum gilda innan efnahagssvæðis Evrópu.

Hann er loks farinn að meta stöðuna rétt og leyfi ég mér að þakka forseta vorum Ólafi Ragnari Grímssyni og synjun hans á undirskrift laganna (að kröfu tugþúsunda Íslendinga á undirskriftarlista) sem þjóðin síðan hafnaði blessunarlega í gær:

Besta dæmi Íslandssögunnar hvernig stjórnarskráin okkar (þó gömul sé) virkar eins og henni á einfaldan hátt var ætlað og hvernig eðlilega henni er beitt og réttilega farið með þau völd sem forseta landsins okkar eru ætluð - í okkar þágu og í nafni lýðræðisins.

Heill sé forseta vorum og þjóð!

Hollendingar gera sér vel grein fyrir, að þeir geta notið góðs af vinsamlegum samskiptun við Ísland og Íslendinga til langrar framtíðar eins og hingar til ... hvort sem við ákveðum að vera innan eða utan ESB því við eigum mikið af drykkjarvatni og vistvænni orku ... fyrir utan fiskinn. Þetta er öllum þjóðum innan ESB MJÖG VEL ljóst og eftir miklu að slægjast fyrir þá sem heild og til langrar framtíðar í efnahagslegum verðmætum talið, að viðhalda vinsamlegum samskiptum við örþjóðina Íslendinga.

Við höfum og auðvitað margvíslegra gagnkvæmra hagsmuna að gæta með þeim og staða okkar alls ekki veik!

Starf Evu Joly, skrif og orðræða um Ísland hafa svo sannarleg einnig komið réttum skilaboðum til umheimsins.

Áfram Ísland! :)    


mbl.is Bretar vilja sýna sveigjanleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Bergsveinsdóttir

Rumskar gamla"ljónið" ?  - Kannski.

 Spurning hinsvegar hvort Steingrímur sé ekki búinn að fá nóg - virðist nærri við taugaáfall. Eða hvað á þjóðin að halda eftir orð hans í fjölmiðlum, kl. 22.10 í gærkveldi, þegar nær 95% Íslendinga voru búnir að segja himinnhátt " NEI" við kúguninni. ?

 Jú, hann sagði orðrétt.: " MERKILEGT HVAÐ MARGIR SÖGÐU " JÁ" !!!!!!!!!

 Tungan á ágætt orði yfir þetta fyrirbrigði.: VERULEIKAFIRRING !

Ingibjörg Bergsveinsdóttir, 7.3.2010 kl. 16:23

2 Smámynd: Eirikur

Hann áttar sig m.a. á mikilvægi ásættanlegra samskipta Breta til langs tíma við þessa smáþjóð sem við Íslendingar erum og ekki síst til áframhaldandi framtíðarviðskipta þjóðanna - einkum öflunar Breta á ferskum fiski frá Íslandi...

Yep....we cannot live without you! 15% of our fish now comes from Iceland, and we also get er,..........oh yes.....18% of the shrimps....and a few weird species that only about 20% of the British eat (Sorry...That is a guess)

Good Luck Island!

Then we have......er....err..........

Eirikur , 8.3.2010 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband