Sigur lýðræðisins!

Takk fyrir þann nauðsynlega persónustyrk Ólafur sem sjálfstætt hlutverk forsetaembættisins að lögum klárlega krefst.

Fyrir þinn tilstyrk vex nú velsæmi, virðing og mikilvægi þessa lýðræðishornsteins sem embætti forseta Íslands er.

Þú ert umheiminum til fyrirmyndar með því að deila nú með honum fréttinni, að á Íslandi ræður íslenska þjóðin á endanum skuldbindingum er hana varða um langan aldur og það er hún og hún ein, sem verður að leggja blessun sína á endanlega staðfestingu samninga sem gerðir hafa verið fyrir hennar hönd af fulltrúum hennar. 

Þetta er það réttarfarslega stjórnskipulag sem á Íslandi gildir að lögum og stjórnarskráin rammar inn.

Innilegustu þakkir Ólafur Ragnar Grímsson.

Til hamingju Ísland!


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

 Smámynd: Offari

 Smámynd: Offari Smámynd: Offari

Til hamingju Ísland.

Offari, 5.1.2010 kl. 12:07

2 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Þjóðin veit ekkert hvað á að kjósa um.Nu er first allt komið í rugl.Þjóðin getur ekki tekið afstöðu um þennana samning

Árni Björn Guðjónsson, 5.1.2010 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband