Mikið að Alistair Darling hrekkur í gírinn ...

og lætur hafa eftir sér ... að fréttum BBC í dag að dæma, að Bretar séu reiðubúnir að sýna sveigjanleika til lausnar Icesave-málinu.

Hann áttar sig m.a. á mikilvægi ásættanlegra samskipta Breta til langs tíma við þessa smáþjóð sem við Íslendingar erum og ekki síst til áframhaldandi framtíðarviðskipta þjóðanna - einkum öflunar Breta á ferskum fiski frá Íslandi, til áframhaldandi vinnslu á stórum svæðum í  Bretlandi og þ.m. framtíðar-atvinnuöryggis fjölda breskra fjölskyldna. Jafnvel þótt einhverjir sem sóttust eftir "hárri ávöxtun" og samþykktu þannig meðvitað að taka þar af leiðandi "meiri áhættu" samfara því, hafi tapað einhverjum peningum með íslensku útrásarvíkingunum þá er honum loks ljóst, að Íslendingar ætla ... að fara að því regluverki og virða þau lög sem um skil þeirra hluts á lágmarks innistæðutryggingum gilda innan efnahagssvæðis Evrópu.

Hann er loks farinn að meta stöðuna rétt og leyfi ég mér að þakka forseta vorum Ólafi Ragnari Grímssyni og synjun hans á undirskrift laganna (að kröfu tugþúsunda Íslendinga á undirskriftarlista) sem þjóðin síðan hafnaði blessunarlega í gær:

Besta dæmi Íslandssögunnar hvernig stjórnarskráin okkar (þó gömul sé) virkar eins og henni á einfaldan hátt var ætlað og hvernig eðlilega henni er beitt og réttilega farið með þau völd sem forseta landsins okkar eru ætluð - í okkar þágu og í nafni lýðræðisins.

Heill sé forseta vorum og þjóð!

Hollendingar gera sér vel grein fyrir, að þeir geta notið góðs af vinsamlegum samskiptun við Ísland og Íslendinga til langrar framtíðar eins og hingar til ... hvort sem við ákveðum að vera innan eða utan ESB því við eigum mikið af drykkjarvatni og vistvænni orku ... fyrir utan fiskinn. Þetta er öllum þjóðum innan ESB MJÖG VEL ljóst og eftir miklu að slægjast fyrir þá sem heild og til langrar framtíðar í efnahagslegum verðmætum talið, að viðhalda vinsamlegum samskiptum við örþjóðina Íslendinga.

Við höfum og auðvitað margvíslegra gagnkvæmra hagsmuna að gæta með þeim og staða okkar alls ekki veik!

Starf Evu Joly, skrif og orðræða um Ísland hafa svo sannarleg einnig komið réttum skilaboðum til umheimsins.

Áfram Ísland! :)    


mbl.is Bretar vilja sýna sveigjanleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfhverf þröngsýni - "lokuð" hugsun - dapurlegur vítahringur.

Ef þessi frétt er rétt höfð eftir þessum nefndu og annars eflaust ágætu núverandi áhrifamönnum, þá er ekki við miklu að búast til betri vegar og lýðræðinu til heilla frá þeim bæjum. Dapurlegt!

Menn verða að sætta sig niðurstöður þess stjónsskipulags sem undir merkjum lýðræðis liggja fyrir og haga áframhaldi vinnu sinnar í þágu þjóðarinnar með þær að leiðarljósi ... vilji þeir sinna slíku starfi yfirleitt.

Yfirlýsingar um þetta og þetta ef "ekki er gert eins og ég vil" eru auðvitað bara kjánalegar og veikja stöðu þeirra sem slíkar yfirlýsingar gefa ... því samningahæfi þeirra takmarkast auðvitað við það og lokar þá sjálfa þar með inni fyrirfram.

Íslenska þjóðin þar á allt öðru að halda í dag en lokaðri hugsun í vítahring ... sem nær ekki að opna!

Forseti Íslands hugsar "opið" og má "forsetaembættið" sem skíkt þakka honum þá vegsemd að það er loks eftir áratugi að þróast samfara breyttum tímum og í eðlilegu samræmi við rammann sem Stjórnarskráin makaði embættinu í upphafi.

Eva Joly hugsar opið og af víðsýni (sem okkur blessunarlega auðnast að njóta á þessum erfiðu tímum og er ómetanlegt s.s. nú síðast tillögur hennar til lausnar Icesave sem felast í því að kalla til erlendan "sáttasemjara" í deilunni) - byggðri á margþættri reynslu á alþjóðavísu eins og okkur öllum er kunnugt í dag.

Fólk sem talar fleiri tungumál og vinnur með þau dagsdaglega, verður hluti fjölmenningarheims og öðlast þess vegna sérstaka hæfni til m.a. "abstrakt hugsunar" og kemur auðveldar auga á "opnun" þröngra staða.  


mbl.is Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjánaleg viðbrögð Steingríms og Jóhönnu!

Yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands um ákvörðun forsetans að skjóta málinu til þjóðarinnar, ber vitni ótrúlegri þröngsýni ... þrjóskra óþekkra krakka, sem illa sætta sig við leikreglur lýðræðisins.

Að gefa tóninn með neikvæðum hætti, hvaða áhrif þetta kunna að hafa erlendis og m.a. á viðsemjendur okkar við samningaborðið, er auðvitað og vægast sagt stórkostlega vanhugsað af hálfu ríkisstjórnarinnar og sýnir kanski í hnotskurn hæfni þeirra í "samningamálunum" fyrir okkar hönd.

Þarna hefðu þeir bara átt að vísa í eðli stjórnskipulegs réttarfars á Íslandi og leikreglurnar væru lýðræðislegar.

 


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur lýðræðisins!

Takk fyrir þann nauðsynlega persónustyrk Ólafur sem sjálfstætt hlutverk forsetaembættisins að lögum klárlega krefst.

Fyrir þinn tilstyrk vex nú velsæmi, virðing og mikilvægi þessa lýðræðishornsteins sem embætti forseta Íslands er.

Þú ert umheiminum til fyrirmyndar með því að deila nú með honum fréttinni, að á Íslandi ræður íslenska þjóðin á endanum skuldbindingum er hana varða um langan aldur og það er hún og hún ein, sem verður að leggja blessun sína á endanlega staðfestingu samninga sem gerðir hafa verið fyrir hennar hönd af fulltrúum hennar. 

Þetta er það réttarfarslega stjórnskipulag sem á Íslandi gildir að lögum og stjórnarskráin rammar inn.

Innilegustu þakkir Ólafur Ragnar Grímsson.

Til hamingju Ísland!


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær ræða!

Til hamingju Jóhanna!

Nú er bara að gera eitthvað ALMENNT fyrir heimilin sem standa undir þessu öllu saman og vilja halda virðingu sinni, en blæðir út - skref fyrir skref Jóhanna, vegna galinna verðtryggingarákvæða.

Þau hafa hingað til ekki notið neinna afskrifta eins og fyrirtækin!


mbl.is Krefjumst ábyrgra fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Botnfall!

Aldrei hefur Samfylkingin, þ.e. þingmenn hennar á Alþingi fallið jafn langt NIÐUR að mínu mati og nú. Þingmenn hennar ættu að skammast sín ef þeir vita hvað það er, en þeir eru eins og flestum er loks orðið ljóst fullir drambi, blindir og skortir alla sjálfsgagnrýni!

Þetta gildir einnig um fólk sem stöðugt talar "tveimur tungum" innan VG - einkum nýliðar og taki þeir það til sín sem eiga það. Ég viðurkenni að þar var mikið og dapurt væntingafall hjá mér.  Konur og karlar eru grenilega fljót að missa fæturna eftir að þeir "pæklast" upp innan veggja Alþingis og eru af flokksklíkunum gert ljóst að ef þau haga sér ekki "rétt" gæti flokksmaskínan unnið gegn þeim með einum eða öðrum hætti í næstu kosningum. Auðvitað þarf sterka persónuleika til þess að standa slíkt af sér en aðeins þannig gert fólk á erindi á Alþingi!

Sjaldan eða aldrei hef ég verið jafn stoltur yfir því að hafa sagt skilið s.l. vor við önnur eins andlýðræðisleg samtök og "Samfylkingin" augljóslega er.

Samfylking og Vinstri græn ættu einnig að skammast sín fyrir að gera ekkert - nákvæmlega ekkert fyrir hinn almenna skuldara húsnæðislána sem hefur hingað til hefur staðið í skilum en getur varla borðað lengur, vegna þess að ekkert er eftir af lækkandi launum eftir afborganir mánaðarins .. og hækkandi skattar framundan. 

Ég hef áður skrifað um hvað þarf að gera í þeim efnum hér að neðan.  

 


mbl.is Felldu tillögu um þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Normalisering á normaliseringu ofan! Ekki ég!

Normalisering á normaliseringu ofan og smám saman verður allt "bara eðlilegt" eins og fyrir hrun!??

Er það þangað sem við viljum fara?

Ekki ég! 

Líklegast væntir mikill mikill meirihluti þjóðarinnar af fulltrúum sínum í dag á þingi svo og núverandi ríkisstjórn - já og örugglega ekki síst, opinberum eftirlitsstofnunum sínum s.s. FME, að tryggja siðsamlegra, nútímalegra og heilbrigðara þjóðfélag á Íslandi - VIÐ SÉRHVERT SPOR TIL BREYTTS LANDSLAGS: NÝS ÍSLANDS - enda tilefnið vægast sagt ærið!

Er virkilega svona mikil skortur á "nýju", efnilegu, heiðarlegu fólki á Íslandi að við verðum endalaust að leita til sama fólksins - æ ofan í æ - með fullri virðingu fyrir þeim.


mbl.is Steingrímur furðar sig á skipan í bankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirtektir áhyggjuefnis.

Þessi frétt er áhugaverð og ætti að vera okkur til umhugsunar.

Í mínum huga er ekki nokkur vafi á því að fjölmiðlar "brugðust" þjóðinni í þeim skilningi, að þeir blinduðust af ævintýralegu útrásarskeiði íslenska fjármálageirans í kjölfar einkavæðingar fyrrum ríkisbankanna.

Þeir fjölluðu næsta gagnrýnislaust um endalaus glæsi-strandhögg allt í einu tilkominna íslenskra fjármálaskörunga ... sem allt vissu og allt gátu ... betur en aðrir ... úr sömu aðstöðu væntanlega og hinir erlendu kollegar þeirra í bönkum erlendis, verðum við að álíta a.m.k. þar til annað kemur í ljós.

Gagnrýni frá þroskuðum alþjóðlegum fjármálamörkuðum var oft tekið og svarað sem "öfund" og ýtt úr af borðinu ... eins og allir muna sem fylgdust með. Spaugilegt var m.a. þegar sérfræðingar bankanna voru fengnir til þess í fjölmiðlum, að geta sér til um hvernig þessi og þessi bréfin myndu hækka eða lækka vikuna á eftir og segir slíkt sína sögu. 

Auðvitað var þetta ekki síst vegna hreinlega eðlilegrar vankunnáttu íslenskra fjölmiðlamanna og skorts á aðfengnum (óháðum) sérfræðingum innandyra þar á bæ (helst erlendum) fjölmiðlamönnum til stuðnings í málefnum um fjármálastarfsemi ... enda átti þessi starfsemi sér ekki neinn undanfara hérlendis og upplýsingarnar þannig að mestu einhliða frá þátttakendum sjálfum. 

Vonandi höfum við lært eitthvað af þessu og m.a. - eða kanski ekki síst í því vonarljósi, sem ég tek undir áhyggjur ráðherrans. 

Fréttamenn vilja vinna vinnuna sína vel og af ábyrgð ... en umhverfið verður að tryggja og styðja nauðsynlegri fjölbreytilegri sérþekkingu!

 


mbl.is „Mikilvægt að fjölmiðlar bregðist ekki aftur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju!

Flott hjá Andra og ánægjulegt fyrir þjóðina.


mbl.is Andri Snær hlýtur Kairos verðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál og tímabært!

Vonandi að svonefndir erlendir aðilarnir séu raunverulega erlendir en ekki fyrirtæki í eigu Íslendinga í útlöndum og þannig "erlend" eins og oft hefur verið tilfellið í umtali og fréttaflutningi varðandi aðkomu erlendra fyrirtækja að íslenskum veruleika undan farin ár.

Þar mættu fréttamenn bæta vinnu sína til muna áður en þeir fjalla um "erlenda" aðila eða erlend fyrirtæki svo uppruninn sé almenningi strax ljós.

Best væri ef um er að ræða, sterkar og virtar bankastofnanir alþjóðlegum skilningi, sem "stýri" okkur í krafti stærðar sinnar til betri og heilbrigðari vegar í fjársýslumálum. 


mbl.is Finnur Sveinbjörnsson hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband